Þjóðgarðurinn þórðarhöfði
  • Heim
  • Þjónusta
  • Gróðurfar og dýralíf
    • Heiðlóa

Heiðlóan

Picture
Fuglinn sem ég valdi heitir heiðlóa (pluvialis apricaria). Lóan er meðalstór vaðfugl, allþéttvaxinn og hálsstuttur. Vængir lóunnar eru fremur langir. Fullorðin lóa í sumarbúningi er svört að framan og neðan en gul- og dökkflekkótt að ofan. Svarti liturinn nær frá augum aftur fyrir fætur. Á milli gul- og dökkflekkótta litarins og þeim svarta er hvít rönd. Hún og svarti liturinn hverfur á haustin. Þá verður lóan ljósleit að framan og á kviðnum. Lóan verpir einkum á þurrum stöðum t.d. í móum og grónum hraunum, bæði á láglendi og hálendi. Lóan er félagslynd utan varptíma. Lóan borðar aðallega skordýr, orma, snigla og ber. Hreiðrið er opin laut milli þúfna en stundum á berangri. Hreiðrið er klætt með stráum. Lóan verpir fjórum eggjum og þau eru ljósbrún með dekkri flekkum. Hún er 26 – 29 cm að lengd. Ungar hennar eru ljósir á kviðnum en annars gulir með dökkum doppum. Þeir eru mjög loðnir. Þegar reynt er að nálgast egg eða unga lóunnar þykist hún vera vængbrotin til þess að draga að sér athyglina. Þetta er það sem ég lærði um heiðlóuna.

Upplýsingar fengnar frá fuglavefnum og bókinni Íslenskur fuglavísir eftir Jóhann Óla Hilmarsson.

Ef þú hefur áhuga á að vita meira er það á þessari vefslóð: http://www1.nams.is/fuglar/details.php?val=1&id=8



Powered by Create your own unique website with customizable templates.